Japanskir ríkisborgarar og útlendingar búsettir í landinu mega áfram koma þangað en verða að fara í 14 daga sóttkví. CNN skýrir frá þessu.
Nýja stökkbreytta afbrigðið hefur breiðst hratt út í Bretlandi en það er talið allt að 70% meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar.
Á laugardaginn var staðfest að afbrigðið hefði greinst í tveimur farþegum sem komu nýlega frá Bretlandi. Þeir voru ekki í sóttkví.