fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Joe Biden gagnrýnir „óábyrgan“ Trump

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. desember 2020 07:36

Trump og Biden takast á um forsetaembættið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, gagnrýnir Donald Trump, sitjandi forseta, og stjórn hans fyrir deila ekki upplýsingum varðandi varnarmál og þjóðaröryggi með starfsliði verðandi forseta. Biden segir þetta ekki vera neitt annað en ábyrgðarleysi.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Biden segi að starfsfólk hans, sem vinnur að undirbúningi innsetningar hans í forsetaembætti, fái ekki enn þær upplýsingar um varnarmál og þjóðaröryggismál sem það hafi þörf fyrir.

„Við höfum upplifað að pólitískir leiðtogar varnarmálaráðuneytisins hafa hindrað þetta. Staðreyndin er sú að margar af þeim stofnunum sem skipta miklu fyrir öryggi okkar hafa orðið fyrir miklum skaða. Margar þeirra hafa verið holaðar að innan hvað varðar starfsfólk, getu og starfsanda,“ er haft eftir Biden.

Það að verðandi forseti fái upplýsingar hvað varðar öryggismál landsins er venja sem hefur skapast og er gert með samþykki sitjandi forseta. En Trump þráast enn við að viðurkenna ósigur sinn í forsetakosningunum og reynir hvað hann getur til að halda örvæntingarfullt í forsetastólinn. En þrátt fyrir allar ásakanir og samsæriskenningar Trump, sem engin fótur hefur reynst fyrir, hefur kjörmannaráðið staðfest sigur Biden en það kaus hann forseta á fundi sínum um miðjan mánuðinn og mun Biden taka við embætti þann 20. janúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“