Fram kemur að 34% svarenda sögðust mjög fylgjandi bólusetningarskyldu og 24% voru frekar sammála. Tæplega fjórðungur var því frekar ósammála. 14% sögðust hvorki né, 4% tóku ekki afstöðu.
Í gær komu fyrstu skammtar bóluefnis frá Pfizer og BioNTech hingað til lands og hefst bólusetning í dag. Um tíu þúsund skammta var að ræða. Von er á fleiri skömmtum frá fleiri framleiðendum á næsta ári.
Í forgangshópi vegna bólusetninga eru íbúar hjúkrunarheimila og framlínufólk í heilbrigðisþjónustu.
Það hefur ítrekað komið fram á upplýsingafundum almannavarna að fólk verði ekki skyldað í bólusetningu og að bólusetningin sé ókeypis.