fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Meirihluti landsmanna vill að öllum verði gert að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. desember 2020 07:51

Bóluefnið frá Pfizer kom fyrst til landsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex af hverjum tíu, sem taka afstöðu, eru sammála því að það eigi að vera skylda að láta bólusetja sig gegn COVID-19 hér á landi. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið.

Fram kemur að 34% svarenda sögðust mjög fylgjandi bólusetningarskyldu og 24% voru frekar sammála. Tæplega fjórðungur var því frekar ósammála. 14% sögðust hvorki né, 4% tóku ekki afstöðu.

Í gær komu fyrstu skammtar bóluefnis frá Pfizer og BioNTech hingað til lands og hefst bólusetning í dag. Um tíu þúsund skammta var að ræða. Von er á fleiri skömmtum frá fleiri framleiðendum á næsta ári.

Í forgangshópi vegna bólusetninga eru íbúar hjúkrunarheimila og framlínufólk í heilbrigðisþjónustu.

Það hefur ítrekað komið fram á upplýsingafundum almannavarna að fólk verði ekki skyldað í bólusetningu og að bólusetningin sé ókeypis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Í gær

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný