fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Ung kona ók á tré

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 27. desember 2020 08:23

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um ellefuleytið í gærkvöld var tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 109 í Reykjavík. Ung kona missti stjórn á bíl sínum og ók á tré. Fann hún fyrir eymslum í handlegg og fótlegg. Samkvæmt dagbók lögreglu ætlaði konan sjálf á Bráðadeild til aðhlynningar. Bíllinn var fluttur burt af vettvangi.

Um þrjúleytið í nótt var tilkynnt um eld í bíl í hverfi 111. Slökkvilið kom á vettvang. Annar bíl sem lagt var beint á móti brennandi bílnum skemmdist einnig.

Klukkan hálftvö í nótt var tilkynnt um húsbrot, þjófnað og eignaspjöll í Garðabæ. Hafði verið farið inn í ólæsta bíla, gramsað og mögulega stolið munum. Einnig var brotið upp lyklabox og stolið lyklum.

Laust fyrir klukkan níu í gærkvöld var maður handtekinn í miðbænum, grunaður um líkamsárás og hótanir. Maðurinn var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins en árásarþolinn fór á bráðadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um áverka hans.

Um hálftólfleytið var tilkynnt um bruna í hverfi 105. Var þetta eldur í kertaskreytingu á stofuborði, en enginn var heima. Slökkvilið kom á vettvang en eldurinn var að mestu búinn þegar menn fóru inn. Íbúðin var hins vegar full af reyk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök