fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
433Sport

Greinir frá því hvar Maradona fékk kókaín í fyrsta skipti – Þráði að hætta en bara gat það ekki

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 26. desember 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný heimildarmynd um Diego Armando Maradona kemur út innan tíðar en þessi merkilegi maður féll frá í nóvember. Maradona var sextugur þegar hann lét lífið.

Maradona átti skrautlegt líf, hann var magnaður knattspyrnumaður en lífstíll hans utan vallar var honum erfiður. Hann misnotaði áfengi og eiturlyf og fær það talsverða umræðu í heimildarmyndinni.

Jimmy Burns sem skrifaði ævisögu Maradona er einn þeirra sem ræðir málefni hans í myndinni. „Hann byrjaði að taka kókaín þegar hann var í Barcelona, í hans huga var þetta bara eins og að drekka romm á næturklúbbi,“ sagði Bruns en Maradona lék með Barcelona frá 1982 til 1984.

„Maradona þurfti ekki annað en að smella fingri eða taka eitt símtal og hann fékk það sem hann vildi.“

Þegar Maradona gekk í raðir Napoli árið 1984 fór hann að hanga með mafíunni á Ítalíu. „Diego var að fara í partý með þeim sem stjórnuðu mafíunni. Hann fór að nota meira af kókaíni og hann var alltaf á næturlífinu,“ segir Burns í heimildarmyndinni.

„Hann elskaði þennan lífstíl, partý sem stóðu lengi yfir. Hann heillaði alla, allir vildu tala við hann. Hann var guð á jörðu.“

Hætti að djamma þegar stutt var í leik:

Jon Smith var umboðsmaður Maradona frá 1987 til 1991 og segir að það hafi oft verið mikið fjör. „Það var gleðskapur sem stóð yfir í nokkra daga. Það byrjaði eftir leik og svo þegar Diego áttaði sig á því að það væru fjórir dagar í næsta leik, þá hætti hann,“ sagði Smith.

„Þá bara hætti hann að djamma og líkami hans kom sér ótrúlega fljótt í stand til að spila fótbolta.“

Gat ekki hætt að taka kókaín:

Fernando Signorini var einkaþjálfari Maradona um langt skeið og hann segir frá því að ósk Maradona hafi verið að hætta að nota kókaín, hann hins vegar gat ekki hægt. Fíknin var sterk og kókaínið kallaði alltaf á hann.

„Ég man eftir þeim degi þegar hann tjáði mér að hann væri að reyna sitt allra besta til að hætta. En svo sagði hann mér að hann bara gæti ekki hætt að nota kókaín,“ sagði Signorini.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Róbert Frosti til Póllands?

Róbert Frosti til Póllands?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins