fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Eyjan

„Bjarni Benediktsson hefur enga burði til að fara með vald“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 24. desember 2020 18:30

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bjarni Benediktsson hefur enga burði til að fara með vald.“ þetta segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, í færslu sem birtist á Facebook fyrir skömmu. Þá segir hún einnig að Sjálfstæðisflokkurinn hafi heldur ekki burði til þess. Þessi ummæli koma auðvitað í kjölfar frétta dagsins, er vörðuðu 40-50 manna samkomu þar sem að Bjarni var gestur.

Dóra segir að Bjarni hafi ekki sýnt ábyrgð með afsökunarbeiðni sinni, og að fulltrúar flokksins hagi sér ævinlega líkt og þeir séu á sérsamningi.

„Bjarni Benediktsson hefur enga burði til að fara með vald. Þá́ burði hefur flokkur sem umber þennan mann sem leiðtoga ekki heldur. Í stað þess að sýna ábyrgð lét hann ekki ná í sig fyrr en búið var að útiloka aðra ráðherra. Þá hrökklaðist hann til að skrifa stöðufærslu á Facebook þar sem hann tekur enga ábyrgð á eigin hegðun. Alltaf haga fulltrúar flokksins sér eins og þeir séu á einhverjum sérsamningi, einfaldlega vegna þess að á þeim forsendum eru þeir að skipuleggja samfélagið.“

Þá minnist Dóra á að meðlimir Sjálfstæðisflokksins hafi verið duglegir að gagnrýna sóttvarnarreglur, en þar má sérstaklega nefna Brynjar Níelsson.

„Svona ábyrgðarleysi þarf að setja í samhengi við hvernig hann og flokkurinn hans hefur hagað sér í gegnum Covid-krísuna. Bjarni er nefnilega ekki fyrsti ráðherra þessa flokks sem ekki hagar sér af ábyrgð og virðingu fyrir sóttvörnum. Þingmenn flokksins hafa kerfisbundið grafið undan sóttvörnum undanfarið á tímum þar sem þörf er á samstöðu um að komast í gegnum þetta saman. Þegar allt er undir til að ná saman um að standa vel að sóttvörnum leggja borgarfulltrúar flokksins til ráðningarstopp. Talandi um firringu og skammsýni!“

Að lokum segir Dóra að Sjálfstæðisflokkurinn sé hættulegur flokkur, og að sama hvað sé ávalt samstaða um sjálfhverfu og ábyrgðarleysi. Hún kallar eftir því að fólk taki sig saman komi flokknum úr valdastöðu.

„Sjálfstæðisflokkurinn er ekki bara óábyrgur flokkur heldur einfaldlega hættulegur. Ekki einu sinni heimsfaraldur rýfur samstöðu flokksins um sjálfhverfu og ábyrgðarleysi. Við skulum sameinast um að koma þessu fólki úr valdastöðu. Sjálfstæðisflokkurinn er geislavirkur.“

https://www.facebook.com/DoraBjortGudjonsdottir/posts/10164659595710092

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hildur segir útspil Flokks fólksins hafa komið á óvart – Segir dyrnar enn opnar og útilokar engan

Hildur segir útspil Flokks fólksins hafa komið á óvart – Segir dyrnar enn opnar og útilokar engan
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn veiddur í gildru – situr uppi með Svarta-Pétur

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn veiddur í gildru – situr uppi með Svarta-Pétur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dineout setur sinna.is í loftið

Dineout setur sinna.is í loftið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Spá stórtíðindum um helgina – „Við erum búnir að fella meirihlutann í borginni. Hann er sprunginn“

Spá stórtíðindum um helgina – „Við erum búnir að fella meirihlutann í borginni. Hann er sprunginn“