fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fókus

Sanna Magdalena er bara með eitt jólaskraut og jólatréð í ár er kínversk peningaplanta

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 24. desember 2020 17:30

Sanna Magdalena og staðtengill jólatrés í ár. Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur verið vegan í yfir fjögur ár og ætlar að fá sér vegan Wellington í kvöld. Hana dreymir um hvíld og góðar samverustundir, en langar líka að kynnast nýjum reynsluheimum.

Hvernig verður aðfangadagskvöld hjá þér?

Ég verð heima hjá mömmu á aðfangadagskvöldi með tveimur bræðrum hennar, frændum mínum, þannig að við verðum fjögur saman. Mamma á fjóra bræður og oftast höfum við verið hjá ömmu og sambýlismanni hennar þar sem við höfum öll náð að hittast yfir jólin en núna erum við að hittast í smærri hópum.

Verður þetta ólíkt fyrri aðfangadagskvöldum?

Jólin verða því frábrugðin öðrum og það verður skrýtið að hitta ekki alla og litlu frændsystkinin sem ég hef ekki séð í slatta tíma. Þau eru sennilega ekkert svo lítil lengur. Það verður gaman að hittast þegar það má og ég hlakka til þess.

Hvað borðar þú í kvöld?

Á aðfangadagskvöld ætla ég að prófa vegan Wellington en ég er búin að vera grænmetisæta í næstum því sjö ár, þar af grænkeri (vegan) í vel yfir fjögur ár. Svo á jóladag ætla ég örugglega að vera með fyllta portobello sveppi og eitthvað gott með því, ég er mjög slök gagnvart þessu.

Hvað langar þig mest að fá í jólagjöf?

Mig langar mest til þess að fá góða hvíld og samverustund með þeim sem standa mér nærri í jólagjöf. Ég væri líka til þess að læra eitthvað nýtt en við erum svo oft föst í okkar kassa og vitum ekki hvernig annað fólk hefur það, þannig vonandi get ég fengið einhverskonar reynslu í jólagjöf, ég veit þó ekki hvernig.

Ertu með jólatré?

Ég á ekki jólatré en er með talsvert af plöntum í kringum mig. Vinkona mín gaf mér afleggjara fyrir 1 og hálfu ári síðan sem hefur vaxið gríðarlega og ég ætla bara að segja að það sé jólatréð í ár. Svo er ég með eitt jólaskraut, annars er ég yfirhöfuð með svo mikið af lömpum og ljósum heima hjá mér og oft frekar litríkt, þannig að ég held að það sé bara nóg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Kærasta Liam Payne brotnar niður og útskýrir af hverju hún fór heim nokkrum dögum áður en hann lést

Kærasta Liam Payne brotnar niður og útskýrir af hverju hún fór heim nokkrum dögum áður en hann lést
Fókus
Fyrir 4 dögum

Meghan Markle og Billie Eilish tóku höndum saman – Glöddu unglingsstúlku sem missti allt

Meghan Markle og Billie Eilish tóku höndum saman – Glöddu unglingsstúlku sem missti allt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Úlfúðin eykst – Segir Lively hafa hækkað framleiðslukostnað með tugmilljóna fatakaupum

Úlfúðin eykst – Segir Lively hafa hækkað framleiðslukostnað með tugmilljóna fatakaupum