fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Þetta ætla Íslendingar að hafa á hátíðarborðinu í kvöld

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. desember 2020 16:00

Hamborgarhryggur er vinsæll á aðfangadag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamborgarhryggur er gríðarlega vinsæll jólamatur en 47% landsmanna ætla að gæða sér á þessum hefðbundna hátíðarmat í kvöld. Lambakjöt, annað en hangikjöt, er næst vinsælasti hátíðarmaturinn en 11% landsmanna gæða sér á lambakjöti í kvöld.

Þetta eru niðurstöður könnunar sem MMR gerði dagana 10. til 16. desember. 947 manns, 18 ára og eldri, svöruðu.

Niðurstöðurnar sýna einnig að færri hyggjast borða rjúpu en áður eða 6%. Grænmetisfæði sækir í sig veðrið og sögðust 5% ætla að borða grænmetisfæði í kvöld. Árið 2010 var hlutfallið 1%. Fólk á aldrinum 18 til 29 ára er áhugasamast um grænmetisfæði en 13% þeirra sögðust ætla að borða grænmetisfæði sem aðalrétt þetta árið.

Eins og í fyrra þá var stuðningsfólk Miðflokksins líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að segjast ætla að borða hamborgarhrygg á aðfangadag en 60% þeirra sögðust ætla að gæða sér á hamborgarhrygg í kvöld. Stuðningsfólk Framsóknarflokksins er ólíklegast til að borða hamborgarhrygg í kvöld en 31% þess sögðust ætla að gæða sér á hamborgarhrygg.

Stuðningsfólk Pírata var líklegast allra til að ætla að borða grænmetisfæði eða 15% en hjá Framsóknarfólki og Miðflokksfólki var áhuginn á því enginn eða 0%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“