Enn hefur ekki verið staðfest hvaða ráðherra var í samkvæminu en málið er augljóslega hið vandræðalegasta fyrir ríkisstjórnina og viðkomandi ráðherra. RÚV segir Kristján Þór Júlíusson hafi verið á Akureyri í gærkvöld og Sigurður Ingi Jóhannsson heima í sveitinni. Ásmundur Einar Daðason var að sögn að spila með dætrum sínum og Guðmundur Ingi Guðbrandssona var upp í sveit. RÚV hefur eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur að hún hafi ekki verið í samkvæminu. Vísir.is hefur eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að hún hafi ekki verið í samkvæminu, hún hafi rölt um miðborgina, náð sér í mat og verið komin snemma heim. Þórdís Kolbrún Reykfjörð sagðist hafa verið hjá foreldrum sínum á Akranesi í gærkvöldi og Guðlaugur Þór Þórðarson sagðist hafa verið í Skaftártungu.
Það vantar því svör frá Bjarna Benediktssyni, Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur.
Lögreglan flokkar málið sem brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu og sem brot á reglum um fjöldasamkomu.
Eftir því sem fram kom í tilkynningu lögreglunnar var töluverð ölvun í samkvæminu og höfðu flestir gestanna áfengi við hönd og enginn var með andlitsgrímu. Fjarlægðarmörk voru nánast hvergi virt og lögreglumenn sáu aðeins þrjá sprittbrúsa í salnum.
Uppfært klukkan 09.38. RÚV hefur eftir upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar að Katrín Jakobsdóttir hafi ekki verið í samkvæminu.
Það vantar því aðeins svör frá Bjarna Benediktssyni og Svandísi Svavarsdóttur.