fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Mynda breiðfylkingu gegn Orbán

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. desember 2020 18:00

Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir ungversku stjórnarandstöðuflokkarnir hafa nú tekið saman höndum til að reyna að velta Viktor Orbán, forsætisráðherra, og flokki hans, Fidesz, af stalli í næstu kosningum en þær fara fram 2022.

Meðal þeirra flokka sem standa að bandalaginu eru frjálslyndir, græningjar, jafnaðarmenn og margir fyrrum hægri flokkar.

Flokkarnir vilja „færa Ungverjaland aftur til þess frelsis og velmegunar sem var lofað þegar landið sneri baki við kommúnisma fyrir þremur áratugum,“ segir í yfirlýsingu þeirra allra. Þetta er í fyrsta sinn síðan Orbán komst til valda 2010 að allir stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast gegn honum og Fidez.

Flokkarnir ætla að halda sameiginleg prófkjör fyrir hvert og eitt kjördæmi og þeir ætla að bjóða fram sameiginlegan lista á landsvísu.

Skoðanakannanir hafa sýnt minnkandi stuðning við Orbán og Fidesz eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á og ætlar stjórnarandstaðan að nýta það tækifæri sem hún sér í því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna