fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Forfeður okkar lifðu hugsanlega harða vetur af með því að leggjast í dvala

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. desember 2020 14:00

Homo sapiens og Neanderdalsmaður. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við vitum að bjarndýr leggjast í híði á veturna og það gera leðurblökur einnig. Evrópskir broddgeltir gera það líka. Nú telja vísindamenn hugsanlegt að forfeður okkar hafi einnig gert þetta til að lifa harða vetur af.

Þetta byggja þeir á rannsóknum á steingervingum sem fundust á Spáni. Um er að ræða bein og í þeim fundu vísindamennirnir ummerki um breytingar á milli árstíða. Þetta telja þeir geta verið vísbendingu um að Neanderdalsmenn og fyrirrennarar þeirra hafi notað sömu aðferð og bjarndýr og lagst í dvala. The Guardian skýrir frá þessu.

Fram kemur að gögn úr beinunum, sem fundust á einu mikilvægasta steingervingasvæði heims, bendi til að forfeður okkar af mannaættum hafi glímt við mikla kulda fyrir mörg hundruð þúsund árum og hafi tekist á við hann með því að sofa veturinn af sér. Vísindamennirnir segja að útlit beina, sem eru steingerð, og skemmdir á þeim séu samskonar og á beinum dýra sem leggjast í dvala. Þetta bendi til að forfeður okkar hafi glímt við erfiða vetur með því að hægja á efnaskiptum sínum og sofa mánuðum saman. Þessar niðurstöður byggjast á uppgreftri á steingervingum í helli, sem nefnist Sima de los Huesos, í Atapuerca á Spáni.

Á síðustu þremur áratugum hafa steingerðar leifar tuga forfeðra okkar verið grafnar upp úr jarðlögum þar. Hellirinn er í raun fjöldagröf að sögn vísindamanna sem hafa fundið mörg þúsund tennur og bein þar. Steingervingarnir eru allt að 400.000 ára og eru líklega af fyrstu Neanderdalsmönnunum eða forverum þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í tímaritinu L‘Anthropologie.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga