Hvorki áfengi né eiturlyf voru í blóði Diego Maradona þegar hann lést undir lok síðasta mánaðar. Þetta kemur fram í skýrslu læknis.
Í skýrslu lækna kemur fram að Maradona hafi glímt við mikil vandamál í lifur og nýrum og þá hafi hjartað verið veikburða.
Í krufningu kemur fram að þrjár tegundir af lyfjum hafi verið í líkama Maradona, um er að ræða lyfin Quetiapine, Venlafaxine og Levetiracetam.
Þessi lyf var Maradona að nota á staðaldri áður en hann lést á heimili sínu í Argentínu, Maradona var sextugur þegar hann féll frá.
Quetiapine er notað til að vinna bug á þunglyndi, Venlaxfaxine er oft notað fyrir einstakling sem er með kvíðakast. Levitiracetam er svo oft notað af þeim sem glíma við flogaveiki.
Rannsókn er í gangi um hvort eitthvað hefði mátt fara betur í þeirri ummönunum sem Maradona fékk dagana og vikurnar fyrir andlát sitt.