Fylgi ríkisstjórnarflokkanna mælist nú 40,4% en var 40,8% í september. Framsóknarflokkurinn hefur tapað rúmlega hálfu prósentustigi en fylgi hans mælist nú 7,3%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 22,9% og hefur dalað lítillega. Fylgi Vinstri grænna hefur aukist lítillega og mælist nú 10,2%.
Fylgi Miðflokksins mælist nú 6,7% og hefur lækkað um 0,8 prósentustig frá síðustu könnun. Það hefur ekki verið lægra síðan í mars 2019 þegar siðanefnd Alþingis var að taka Klausturmálið fyrir.
Fylgi Flokks fólksins mælist 4,7% sem er svipað og síðast. Sósíallistar mælast með 3,3% sem er hálfu prósentustigi minna en síðast.
Fylgi Pírata mælist nú 17% sem er 3 prósentustigum meira en síðast. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 15,6% sem er 1,6 prósentustigi minna en síðast. Fylgi Viðreisnar mælist 10,2% sem er örlítið meira fylgi en í síðustu könnun.