fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Pressan

Segir að nýja stökkbreytta kórónuveiruafbrigðið muni ráða ríkjum á heimsvísu – Nær óstöðvandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. desember 2020 05:01

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu þá hefur nýtt stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, greinst í Bretlandi og nokkrum öðrum löndum. Bresk stjórnvöld gripu til harðra sóttvarnaráðstafana til að reyna að sporna við útbreiðslu veirunnar sem er 70% meira smitandi en önnur afbrigði hennar en það er ljós í myrkrinu að ekkert hefur komið fram sem bendir til að hún valdi alvarlegri veikindum eða verði fleiri að bana en önnur afbrigði veirunnar. Breskur prófessor telur að við getum alveg eins farið að venja okkur við nýja afbrigðið því það verði ráðandi um allan heim.

Þetta er mat Calum Semple, sem er prófessor í smitsjúkdómum. Hann telur miklar líkur á að „breska afbrigðið“ muni breiðast út um allan heim á skömmum tíma. Það hefur til dæmis greinst hér á landi, í Danmörku, Suður-Afríku, Hollandi, Ástralíu, Ítalíu, Belgíu og Noregi. „Þessi stökkbreyting hefur klárt þróunarlegt forskot á þau afbrigði sem fyrir eru. Það að það er miklu meira smitandi er klárlega kostur þegar kemur að útbreiðslu. Það mun einfaldlega slá keppinautum sínum við í samkeppninni,“ sagði Semple í samtali við The Daily Telegraph.

Hann varaði einnig við hraðri útbreiðslu afbrigðisins í Evrópu eins og hefur verið raunin í Bretlandi og sagði líklegt að ástandið verði svipað í Evrópu og víðar og það er nú í Bretlandi.

Veiran virðist breiðast hratt út í Bretlandi og segir Patrick Vallance, vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar, að á næstu dögum verði fleiri landshlutar færðir upp í efsta flokk sóttvarnaráðstafana, Tier 4.

Margir sérfræðingar óttast að nýja afbrigðið verði nær óstöðvandi og að það muni að lokum berast í þá viðkvæmustu í samfélaginu, þá sem tekist hefur að vernda síðan faraldurinn braust út. Tom Whipple, ritstjóri heilbrigðismála hjá The Times, velti málinu fyrir sér í blaðinu: „Fram að þessu höfum við haldið okkur við að ef við lokum samfélaginu þá getum við nokkurn veginn haft stjórn á veirunni. En hvað ef það verður ekki tilfellið? Ef smitin verða of mörg neyðumst við til að endurskoða allar sóttvarnaráðstafanir okkar á róttækan hátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rann á grjóti og við tóku skelfilegar 20 klukkustundir

Rann á grjóti og við tóku skelfilegar 20 klukkustundir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marius Borg reyndi að eyða sönnunargögnum áður en hann var handtekinn

Marius Borg reyndi að eyða sönnunargögnum áður en hann var handtekinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinkonurnar eru báðar látnar

Vinkonurnar eru báðar látnar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“