Nokkrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar mættu til Egilsstaða í morgun til að kynna sér aðstæður á Seyðisfirði og funda með heimamönnum.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, frosætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhansson, sveitarstjórnarráðherra, eru stödd þar núna ásamt Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra, og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni.
Hópurinn var vel klæddur, enda töluvert rok á svæðinu og 6 stiga frost þótt bjart sé. Einnig er spáð mínus sex stigum á morgun.
Ráðherrarnir mættu með hlýtt hjarta þrátt fyrir mikinn kulda og hafa stappað stáli í mannskapinn sem vinnur hörðum höndum á svæðinu. Aurskriðan sem féll á mánudag er sú stærsta sem fallið hefur á þéttbýli hérlendis.
Katrín Jakobsdóttir var klædd í lopapeysu með trefil og í grænni vetrarúlpu. Hún minnti frekar á Söru Lund en forsætisráðherra, verkleg, væn og græn.
Áslaug Arna var í ljósbrúnni rúllukragapeysu, svörtum jakka og með svarta húfu með mynd af tígrisdýri. Þau voru komin snemma í morgun og var Áslaug Arna með fjölnota kaffimál meðferðis.
Sigurður Ingi var í svartri dúnúlpu með tvílitan trefil.
Bjarni Benediktsson var í svartri þunnri úlpu í Barbour stíl með grænan köflóttan trefil.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir í úlpu á vegum ríkisins.
Bjarni Ben og Sigurður Ingi ræddu við heimamenn.
Katrín Jakobs var með gulan köflóttan trefil og í mosagrænni úlpu. Væn og græn.
Það er kalt á Seyðisfirði.