fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hætta á að heilbrigðiskerfið í Kaliforníu láti undan álaginu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 18:01

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef séð fleiri deyja síðustu níu mánuði á gjörgæsludeildinni en á öllum mínum 20 ára ferli fram að þessu,“ sagði Amy Arlund hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi í Fresno í Kaliforníu um ástandið í ríkinu af völdum heimsfaraldurs kórónuveirunnar en ástandið í ríkinu er mjög slæmt. Gavin Newsom, ríkisstjóri, varaði íbúana við því fyrir nokkrum vikum að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa ríkisins verði fullar fyrir jól og nú virðist þessi svarta spá hans vera að rætast.

Rúmlega 16.000 kórónuveirusjúklingar liggja nú á sjúkrahúsum í ríkinu. AP segir að á sumum sjúkrahúsum séu gjörgæsludeildir nær fullar. Á meðan starfsfólk sjúkrahúsanna berst og reynir að veita sjúklingum nauðsynlega umönnun fjölgar smitum frá degi til dags. Í lok nóvember greindust tæplega 18.000 smit á dag. Í síðustu viku voru þau komin yfir 50.000 á dag. Þar af voru 16.000 í Los Angeles sem yfirvöld hafa sagt vera „nýja miðju“ faraldursins í Bandaríkjunum að sögn LA Times.

„Ef okkur tekst ekki að stöðva þessa aukningu munu sjúkrahúsin láta undan álaginu. Ef þú færð hjartaáfall, ef þú lendir í umferðarslysi, ef þú dettur niður úr stiga eða færð heilablóðfall þá verður kannski ekki laust sjúkrarúm fyrir þig,“ sagði Brad Spellberg, hjá USA Medical Center, á fréttamannafundi á föstudaginn.

Eric Garcetti, borgarstjóri í Los Angeles, tók í sama streng og sagði að hugsanlega þurfi að lýsa yfir neyðarástandi í borginni ef álagið á sjúkrahúsin eykst enn meira. Ef innlögnum fækki ekki á næstu þremur til fimm vikum þá láti heilbrigðiskerfi borgarinnar undan álaginu.

Um 300.000 sýni eru tekin á sólarhring í ríkinu. Fjöldi jákvæðra sýna er 11,8% að meðaltali á síðustu 14 dögum. Í Los Angeles var hlutfallið í síðustu viku 14%. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að ef hlutfallið sé yfir 5% sé faraldurinn stjórnlaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið