„Það komu margar góðar athugasemdir, já. Eftir nokkrar mínútur fékk ég tilkynningar í innhólfið og á Snapchat um myndina og þá áttaði ég mig á hvað hafði gerst,“ sagði hún í samtali við Norska ríkisútvarpið.
Margir, sem sáu myndina, töldu að Sylvi væri að reyna að selja kynlísleikfang, titrara, sem væri sérstaklega góður því í sölulýsinguna skrifaði hún „nokkur klórför á bakinu“. „Vinur mannsins míns hringdi í hann og spurði hvort ég væri búin að selja titrarann minn,“ sagði hún einnig. Eiginmaðurinn skildi ekki upp né niður í þessu því hann vissi ekki um auglýsinguna.
Athugasemdum rigndi inn í athugasemdakerfinu við auglýsinguna og virtist fólk skemmta sér vel yfir auglýsingunni. „Konan sagði að það virðist vera gott að sitja á honum,“ skrifaði Stefan Solberg Tomren við auglýsinguna. „Flestir sem sáu auglýsinguna sáu stórt typpi. Við sáum strax hvað þetta var. Það var svo fyndið að seljandinn áttaði sig ekki á þessu,“ sagði Tomren í samtali við Norska ríkisútvarpið.