fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Pressan

Fékk gríðarleg viðbrögð við auglýsingunni vegna myndarinnar – „Það virðist vera gott að sitja á honum“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 05:23

Svona birtist myndin á sölusíðu á Facebook. Mynd:Sylvi Witsø Standal/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Sylvi Witsø Standal, sem býr í Álasundi í Noregi, birti nýlega auglýsingu á sölusíðu á Facebook átti hún ekki von á þeim miklu viðbrögðum sem hún fékk við auglýsingunni. Hún var að selja hægindastól og tók auðvitað mynd af honum og birti með auglýsingunni. Hún tók mynd þar sem allur stóllinn sést en þegar hún setti hana inn á Facebook birtist bara efsti hluti hennar og það breytti öllu.

„Það komu margar góðar athugasemdir, já. Eftir nokkrar mínútur fékk ég tilkynningar í innhólfið og á Snapchat um myndina og þá áttaði ég mig á hvað hafði gerst,“ sagði hún í samtali við Norska ríkisútvarpið.

Margir, sem sáu myndina, töldu að Sylvi væri að reyna að selja kynlísleikfang, titrara, sem væri sérstaklega góður því í sölulýsinguna skrifaði hún „nokkur klórför á bakinu“. „Vinur mannsins míns hringdi í hann og spurði hvort ég væri búin að selja titrarann minn,“ sagði hún einnig. Eiginmaðurinn skildi ekki upp né niður í þessu því hann vissi ekki um auglýsinguna.

Þetta er myndin sem Sylvi tók. Mynd:Sylvi Witsø Standal/Facebook

Athugasemdum rigndi inn í athugasemdakerfinu við auglýsinguna og virtist fólk skemmta sér vel yfir auglýsingunni. „Konan sagði að það virðist vera gott að sitja á honum,“ skrifaði Stefan Solberg Tomren við auglýsinguna. „Flestir sem sáu auglýsinguna sáu stórt typpi. Við sáum strax hvað þetta var. Það var svo fyndið að seljandinn áttaði sig ekki á þessu,“ sagði Tomren í samtali við Norska ríkisútvarpið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin