Vandendorpe, sem er 34 ára heilbrigðisstarfsmaður, segist hafa undirbúið sig undir þetta með æfingum í frysti, í nuddpotti fullum af ísköldu vatni og í Frönsku Ölpunum. Hann segist gera þetta til „fara lengra en menn eiga að geta“.
Hann notast við tækni sem kemur honum í nokkurskonar dagdraumaástand þegar hann er í kuldanum og þannig getur hann þolað svona lengi við.
Um fimmtíu manns voru viðstaddir þegar hann setti heimsmetið í heimabæ sínum Wattrelos í norðurhluta Frakklands.
Sjálfur hefur hann einfalda skýringu á því hvernig hann náði þessum árangri: „Ef við æfum og gefum allt sem í okkur býr í æfingarnar getum við þróast og náð árangri sem bætir hlutina,“ sagði hann.
Fyrra heimsmetið var 1 klukkustund og 53 mínútur.