Svalbarði er eyjaklasi í Norður-Íshafi fyrir norðan meginland Evrópu og undir stjórn Noregs. Veturinn er erfiður á Svalbarða. Við á Íslandi fáum þó að sjá sólina nokkra tíma á dag yfir veturtímann, en í fjóra mánuði á ári er stöðugt myrkur á Svalbarða.
Cecilia Blomdahl býr stuttu frá Longyearbæ, sem er á eyjunni Spitsbergen á Svalbarða. Hún er frá Svíþjóð en hefur búið á Svalbarða í fimm ár. Hún heldur úti vinsælli TikTok-síðu og deilir myndböndum af daglegum athöfnum með fylgjendum.
Hún deildi nýverið myndbandi þar sem hún sýnir frá því hvernig hún fer út að ganga með hundinn sinn. Myndbandið hefur fengið um sjö milljóna áhorf og vakið mikla athygli.
Cecilia byrjar á því að sýna útifatnaðinn sem hún þarf að klæðast. Ekki nóg með það þá þarf hún að vera með höfuðljós, vegna myrkursins, og riffil, vegna ísbirnanna. Já, ísbirnir eru raunveruleg hætta fyrir íbúa Svalbarða. Cecilia segir að ef íbúar eru á ferð utan þorpsins þurfa þeir að vera vopnuð riffli.
Hundarnir þurfa einnig að fara í endurskins fatnað með blikkandi ljósum, svo hún týnir þeim ekki.
@sejsejlijaSvalbard lifeee #meanwhileinthenordics #northernnorway #tiktoknorge #tiktoknorway #fyp #foryou #viral #dogsoftiktok #norway #norge #svalbard
Þú getur skoðað fleiri myndbönd frá Ceciliu hér á TikTok. Hún er einnig með YouTube og Instagram.