fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Hrottaskapur við Höllina í Vestmannaeyjum – Leitað að manni til að birta honum ákæru

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. desember 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birt hefur verið ákæra gegn ungum manni, fæddum árið 1996, í Lögbirtingablaðinu, þar sem ekki hefur tekist að birta honum ákæruna. Maðurinn er sakaður um alvarlega líkamsaárás í Vestmannaeyjum í janúar árið 2019, nánar tiltekið við Höllina í Strembugötu.

Hinn ákærði er sagður hafa ráðist á mann sem fæddur er 1997 og slegið hann hnefahöggi í andlitið. Síðan hlaupið manninn uppi og hoppað á hann þannig að hann féll til jarðar. Síðan slegið hann ítrekað í andlit og líkama. Maðurinn hlaut af þessu mar og bólgu á miðju enni, bólgu, mar og smá skrámur á nefi, sprungu og smá sár á neðri vör, bólgu og eymsli yfir vinstra kinnbeini og eymsli í vinstri kjálka.

Þess er krafist að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Í tilkynningunni segir enn fremur: „Ákærði er kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður á málið að honum fjarstöddum.“

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands þann 11. febrúar 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Gurrý flytur sig um set
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“