fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Ný rannsókn – Ótrúlega fáir nota djúpnetið til ljósfælinna verka

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. desember 2020 20:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiturlyf, klám, vegabréf, persónulegar upplýsingar og leigumorðingjar sem bjóða þjónustu sína. Það er fátt sem ekki er hægt að finna á hinu svokallaða djúpneti (dark web) og því nærtækt að halda að það séu aðallega afbrotamenn og vafasamir aðilar sem nota það. Ástæðan er að ekki er hægt að rekja slóð notenda á djúpnetinu ólíkt hinu hefðbundna Internetið sem flestir nota.

En niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar sýna að langflestir þeirra sem nota djúpnetið nota það ekki til að leita að einhverju ólöglegu. Flestir virðast einfaldlega nota Tor-netvafrann, sem veitir aðgang að djúpnetinu, til að koma í veg fyrir að hægt sé að fylgjast með ferðum þeirra á netinu.

Vísindamenn höfðu aðgang að Tor-vafranum í hálft ár og fylgdust með hvaða heimasíður voru heimsóttar með honum. Í ljós kom að aðeins 6,7% af öllu því sem gerðist á Tor var á djúpnetinu og snerist þetta ekki allt um eitthvað ólöglegt. Restin af notkuninni var á hinu „venjulega“ Interneti.

Rannsóknin var í raun stikkprufa þar sem eitt prósent af allri notkun Tor á heimsvísu var rannsakað. Þetta gefur grófa innsýn í notkun Tor en slík innsýn hefur ekki fengist áður. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Þar sem Tor-vafrinn er dulkóðaður gátu vísindamennirnir ekki séð hvað notendurnir notuðu hann til að skoða en þeir gátu aðeins séð hvort þeir fóru inn á djúpvefinn eða venjulega Internetið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift