fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Innflytjandi á hættuslóðum – Hættulegt líf frægasta úlfsins í Noregi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. desember 2020 06:55

Sænskir úlfar. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað á að gera við úlf sem áttar sig ekki á hvar hann á að halda sig til að njóta friðunar og hvar hann er réttdræpur? Auðvitað veit úlfurinn það ekki en margir Norðmenn velta nú vöngum yfir hvað eigi að gera við innflytjanda á hættuslóðum, það er að segja finnsk-rússneskan úlf sem er nú í Noregi. Úlfurinn þykir mjög verðmætur og mikilvægur erfðafræðilega séð en hann á erfitt með að halda sig í friðlandinu þar sem ekki má drepa hann.

Samkvæmt umfjöllun Norska ríkisútvarpsins, NRK, þá hefur umræddur úlfur, sem kom annað hvort frá Finnlandi eða Rússlandi, valdið ákveðnum vandræðum og vakið upp spurningar um þau mörk sem Norðmenn hafa komið á varðandi svæði þar sem úlfar eru friðaðir. Utan þeirra má skjóta þá þegar veiðar eru heimilar en þeim er stýrt eftir ströngum reglum.

Umræddur úlfur er sérstaklega í kastljósinu því hann þykir mjög verðmætur, erfðafræðilega séð, fyrir úlfastofnana í Skandinavíu. Erfðafræðilegur fjölbreytileiki úlfastofnanna í Skandinavíu er orðinn lítill og nauðsynlegt þykir að fá ferskt erfðaefni inn í stofnana til að stöðva þá miklu innrækt sem á sér stað meðal þeirra fáu dýra sem leika lausum hala. Af þessum sökum þykir umræddur úlfur nánast vera himnasending og er þess nú beðið að hann skili afkvæmum frá sér.

En hann hefur verið til vandræða því hann hefur átt erfitt með að halda sig á verndarsvæðinu í Kongsviger en þangað var hann fluttur á síðasta ári eftir að það tókst að svæfa hann við Elgå, þar sem má veiða úlfa. Tækifærið var nýtt og gps-sendir var settur á hann og því er hægt að fylgjast náið með ferðum hans. Fljótlega var hann kominn út fyrir verndarsvæði úlfa og það hefur vakið reiði meðal bænda sem óttast um bústofna sína. Með því að fara út fyrir verndarsvæðið hefur úlfurinn í raun stækkað það því ekki má skjóta hann vegna hins eftirsótta erfðaefnis hans.

Miðflokkurinn (Senterpartiet) lagði því til að ekki mætti stækka verndarsvæði úlfa því það brjóti gegn samningi um meðferð rándýra en hann var gerður 2011. Samningurinn kveður á um að þak er sett á hversu mörg villt dýr mega vera í Noregi. Tillaga Miðflokksins var þó ákveðin afstöðubreyting því flokkurinn hafði fram að þessu krafist þess að umræddur úlfur yrði skotinn.

Náttúruverndarsinnar og úlfavinir eru ósáttir við þetta og segja að Norðmönnum beri skylda til að venda dýr sem eru í útrýmingarhættu en það eru skandinavískir úlfar.

En tillaga Miðflokksins var samþykkt á Stórþinginu í síðustu viku og segja náttúruverndarsamtök það vera hneyksli: „Þetta snýst ekki um að stækka verndarsvæði úlfa, þetta snýst um að vernda mikilvægasta úlf Noregs,“ sagði talsmaður einna samtaka í samtali við NRK. WWF náttúruverndarsamtökin gagnrýna ákvörðunina einnig og segja að lögin opni fyrir tilviljanakennda og ógegnsæja stjórnun í málaflokki rándýra. Samtökin hafa því stefnt ríkinu fyrir dóm og er þess vænst að hæstiréttur taki það fyrir í vor. Samþykkt þingsins kveður á um að frá 15. janúar gildi þær tímabundnu stækkanir verndarsvæða úlfa, sem voru gerðar fyrir úlfinn verðmæta, ekki lengur. Það þýðir að þá má skjóta hann en heimild hefur verið gefin til að skjóta 27 úlfa á þessu veiðitímabili.

Sveinung Rotevatn, umhverfisráðherra, er því nú að láta undirbúa að úlfurinn verði svæfður og fluttur inn á verndarsvæði. „Það væri mjög óheppilegt ef hann verður skotinn,“ er haft eftir honum í fréttatilkynningu þar sem hann vísar einnig til hættunnar á innrækt í úlfastofninum og því sé mikilvægt að úlfurinn, sem er karldýr, lifi áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Í gær

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í