Tilkynnt var um þetta síðdegis í gær að bandarískum tíma, í nótt að íslenskum tíma. Á heimasíðu Moderna kemur fram að FDA hafi veitt neyðarleyfi til notkunar bóluefnisins mRNA-1273 sem er bóluefni fyrirtækisins gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Fram kemur að í atkvæðagreiðslu um leyfisveitinguna hafi 20 greitt atkvæði með því að neyðarleyfi verði veitt og að enginn hafi verið því mótfallinn. 1 var fjarverandi.
Moderna hefur tekið þátt í Warp Speed áætlun bandaríska stjórnvalda um hraða þróun bóluefnis gegn veirunni og það hefur nú skilað þessu árangri.
Þess verður því ekki langt að bíða að byrjað verði að bólusetja með bóluefni Moderna í Bandaríkjunum en nú þegar er byrjað að bólusetja með bóluefninu frá Pfizer.