fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

MacKenzie Scott hefur gefið 4,2 milljarða dollara til mannúðarmála á fjórum mánuðum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. desember 2020 05:26

MacKenzie Scott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu fjórum mánuðum hefur auðjöfurinn MacKenzie Scott gefið 4,2 milljarða dollara til mannúðarmála. Féð hefur hún gefið til samtaka sem deila út mat og öðrum nauðsynjum til nauðstaddra Bandaríkjamanna.

BBC skýrir frá þessu. Segir miðillinn að Scott hafi í bloggfærslu sagt að hún vilji aðstoða Bandaríkjamenn sem eiga í erfiðleikum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Hún er átjánda ríkasta manneskja heim en auður hennar er talinn nema rúmlega 60 milljörðum dollara. Stóran hluta auðsins fékk hún þegar hún skildi við Jeff Bezos, stofnanda Amazon, en hann er ríkasti maður heims.

Í bloggfærslunni sagðist hún hafa valið 380 góðgerðasamtök sem hún gaf fé til en valið stóð á milli 6.500 samtaka. „Fjárhagslegt tap og versnandi heilsufar hefur komið verst niður á konum, á lituðu fólki og fátæku fólki. Á sama tíma hefur auður ríkustu milljarðamæringanna aukist,“ skrifaði hún.

Í júlí gaf hún 116 góðgerðasamtökum 1,7 milljarða dollara og því hefur hún gefið tæplega 6 milljarða dollara til góðgerðarmála á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi