fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Sprengusveit Landhelgisgæslunnar í vandasömu verkefni – Tundurskeyti gert óvirkt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. desember 2020 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag eftir að togari fékk tundurskeyti í veiðarfæri skipsins. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar óskaði eftir skipið færi þegar í stað til hafnar í Sandgerði og sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru sendir á staðinn. Þegar togarinn var kominn til hafnar var skipið rýmt og sprengjusérfræðingarnir undirbjuggu flutning tundurskeytisins frá borði með sérstökum flothólkum og að lokum var duflið híft í sjóinn og dregið með slöngubát séraðgerðasveitar hálfan annan kílómetra frá höfninni.

Um níuleytið í kvöld var duflið sprengt af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar. Talið er að um 300 kíló af sprengiefni séu í duflinu og því líklegt að íbúar í Sandgerði hafi fundið fyrir sprengingunni.

Afar sjaldgæft er að svo öflug tundurskeyti komi um borð í íslensk fiskiskip. Landhelgisgæslan hefur kallað út viðvörun á rás 16 þar sem bátar eru beðnir um að halda 2 sjómílna fjarlægð og halda sig frá innsiglingunni í Sandgerðishöfn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði
Fréttir
Í gær

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér