Rebekka Hlína Rúnarsdóttir rak upp stór augu er hún kom að bílnum sínum í kvöld þar sem honum var lagt á algengum stað nálægt heimili hennar í Vesturbænum. Bíllinn var við gatnamót Hringbrautar og Bræðraborgarstígs.
Í stuttu spjalli við DV segist Rebekka ekki vita hvað hafi gerst en eftir samtöl hennar við lögregluna er talið líklegt að um hafi verið að ræða harkalegan árekstur, þ.e. að einhver hafi bakkað á bílinn og síðan ekið burtu.
Rebekka óskar þess að hver sá sem gæti hafa orðið vitni að atvikinu hafi samband við hana í gengum Facebook-síðu hennar.
Enn fremur biðjum við lesendur um að deila þessari frétt sem víðast svo hún nái að bera fyrir augu þeirra sem kunna að hafa orðið vitni að atvikinu.
Uppfært – Samkvæmt upplýsingum frá vitni bakkaði hvítur sendiferðabíll á bíl Rebekku og keyrði síðan í butu. Einhverjar merkingar voru á sendibílnum og nú er mikilvægt að komast að því hvaða fyrirtæki sendibíllinn var merktur. Vinsamlega haldið áfram að deila fréttinni.