fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Þriðjungur Breta hefur séð „skaðlegar“ samsæriskenningar“ um bóluefni gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. desember 2020 06:59

Samsæriskenningasmiðir og andstæðingar bóluefnis fara mikinn gegn bóluefnum gegn kórónuveirunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar könnunar sýna að þriðjungur Breta hefur séð samsæriskenningar sem ganga út á að fá fólk til að láta ekki bólusetja sig gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Mörgum af þessum kenningum er deilt á samfélagsmiðlum.

Það voru King‘s College London og Ipsos Mori sem gerðu könnunina. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að 35% aðspurðra höfðu séð skilaboð sem beinast gegn bóluefnum og bólusetningum. Um 40% þeirra, sem fá flestar upplýsingar frá miðlum á borð við WhatsApp og YouTube, voru líklegri til að trúa samsæriskenningum um bóluefni gegn kórónuveirunni. Ungt fólk, sem fær mikið af upplýsingum í gegnum samfélagsmiðla, var líklegra til að trúa samsæriskenningum.

Um 15% aðspurða sögðust telja að bóluefnin hefðu bara verið búin til í því skyni að lyfjafyrirtæki gætu grætt peninga. Þegar aðeins er litið til þeirra sem fá megnið af upplýsingum sínum frá WhatsApp þá var hlutfallið 39% og 37% hjá þeim sem fá flestar upplýsingar í gegnum YouTube.

Sérfræðingar óttast að samsæriskenningar og rangar upplýsingar geti grafið undan viðleitni yfirvalda til að fá sem flesta til að bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Sky News hefur eftir Bobby Duffy, forstjóra Policy Institute at King‘s College London, að það þurfi að gera meira á samfélagsmiðlum til að útrýma röngum upplýsingum.

„Það er augljóst að skaðlegar skoðanir hafa tekið sér bólfestu hjá minnihluta almennings. Samstarf með samfélagsmiðlum til að ná stjórn á þessari dreifingu rangra upplýsinga er því mikilvægt verkefni en aðalverkefnið ætti ekki að beinast að þeim sem trúa á öfgafullar samsæriskenningar. Fólk sem trúir á slíkar kenningar er enn sem komið er lítill minnihluti og það verður erfitt að sannfæra marga úr þeim hópi. Þess í stað eigum við að einblína á stærri hluta almennings sem segist ekki vera viss um sannleiksgildi frásagna um áhrif bólusetninga. Til dæmis þessi 42% sem segjast ekki vita hvort bólusetningar valdi einhverfu í börnum og þessi 48% sem segjast ekki vita hvort þær valdi ófrjósemi,“ sagði Duffy meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt mál – Dæmdur fyrir að lokka konuna sína úr landi

Óvenjulegt mál – Dæmdur fyrir að lokka konuna sína úr landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans