fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Sturla í árs bann fyrir svindl í golfi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. desember 2020 07:50

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll Golfsambands Íslands (GSÍ) staðfesti nýlega árs bann yfir Sturlu Höskuldssyni, kylfingi frá Akureyri, fyrir að hafa svindlað við skráningu forgjafar í aðdraganda Íslandsmótsins í höggleik. Forgjöf hans var einnig felld niður.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að málið hafi verið tekið fyrir hjá dómstól GSÍ eftir að ákvörðun aga- og forgjafarnefndar Golfklúbbs Akureyrar var kærð. Í dómnum kemur fram að Sturla hafi leikið þrjá hringi í lok júlí þar sem skráður ritari spilaði ekki með þann daginn. Foreldrar Sturlu staðfestu þess í stað skorkort hans. Sturla viðurkenndi að hafa sent skorkortið til foreldra sinna og þannig gert mistök en sagði að niðurstaða hringjanna þriggja hefði verið rétt skráð.

Það vakti grunsemdir að meðal hringjanna var besti hringur sumarsins en þá lék Sturla á pari vallarins. Sturla viðurkenndi að hafa hætt leik eftir tvær holur en hafi klárað hringinn síðar þennan sama dag og þá einsamall.

Dómstóll GSÍ telur að ábyrgðin liggi hjá Sturlu og ekki væri hægt að líta á það til refsilækkunar að hann hefði starfað fyrir GSÍ og PGA-samtökin á Íslandi. Um ítrekuð og alvarleg brot væri að ræða á reglum um forgjöf og staðfesti dómstóllinn tólf mánaða keppnisbann og niðurfellingu forgjafar Sturlu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“