Dagens Nyheter skýrir frá þessu. „Þetta sýnir hversu lúmsk þessi veira er og hversu erfitt það er að verjast,“ sagði Johan Tham, yfirlæknir, í samtali við Dagens Nyheter.
Blaðið segir að 38 hjúkrunarfræðingar og 11 læknar hafi greinst með veiruna. Af þessum sökum hefur þurft að flytja sjúklinga á aðrar deildir og þeir sem eru ekki smitaðir þurfa að vinna enn meira dögum saman.
Deildin fær ekki aðstoð frá öðrum deildum sjúkrahússins því ekki er til nægt starfsfólk með nægilega kunnáttu til að vinna á deildinni sem er gjörgæsludeild.