fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Bitinn af hvíthákarli – „Þetta líkist hakki“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. desember 2020 21:01

Cole Herrington. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunnudaginn 6. desember var Cole Herrington, 20 ára, á brimbretti á svæði sem nefnist The Cove en það er sunnan við Seaside í Oregon í Bandaríkjunum. Svæðið er mjög vinsælt meðal brimbrettafólks.  Skyndilega réðst hvíthákarl á hann þegar hann lá á brimbrettinu með fæturna hangandi niður.

The Sun skýrir frá þessu. Hákarlinn beit fyrst í brimbrettið og því næst í vinstri fót Herrington. Hákarlinn dró hann síðan niður í sjóinn en sleppti honum síðan.

Í samtali við NBC News sagði Herrington að hann myndi ekki mikið eftir árásinni. „Ég náði aftur taki á brettinu og vissi að ég hafði verið bitinn. En ég man ekki alveg hvað gerðist.“

Hlúð að Herrington við ströndina. Mynd:GoFundMe

Móðir hans, Amy Powll, ræddi við fjölmiðla og sagðist vera mjög brugðið. „Cole sagðist ekki einu sinni hafa séð hákarlinn. Skyndilega var hann kominn á kaf. Hann man ekki mikið eftir þessu,“ sagði hún. Hún sagði að áverkarnir á fætinum væru frá litlu tá að hælnum og einnig sé hann með áverka á lærinu. „Það lítur út fyrir að hákarlinn hafi sleppt og síðan nuddast utan í lærið. Þetta líkist hakki,“ sagði hún.

Herrington fann ekki fyrir neinum sársauka þegar hákarlinn réðst á hann. Hann þakkar öðru brimbrettafólki fyrir björgunina en það áttaði sig fljótt á að ráðist hafði verið á hann og hringdi í neyðarlínuna. Fólkið kom honum síðan í land og veitti honum fyrstu hjálp þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang og fluttu hann á sjúkrahús. Þar fór hann fljótlega í aðgerð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift