Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Donald Trump, núverandi forseta, ekki tekist að hnekkja úrslitum forsetakosninganna en hann hefur sett fram hverja samsæriskenninguna á fætur annarri um að svindlað hafi verið í kosningunum en hefur ekki tekist að leggja fram nein gögn því til staðfestingar.
Það er því óhætt að segja að enn sé salti nuddað í sár hins mjög svo tapsára forseta en flest hefur gengið honum í óhag í þessum tilraunum sínum til að fá úrslitum kosninganna breytt. Dómstólar, þar á meðal hæstiréttur, hafa vísað öllum kröfum hans, nema einni, frá og hver ósigurinn á fætur öðrum hefur dunið á honum.
Þegar allir kjörmennirnir hafa greitt atkvæði er reiknað með að Biden hafi fengið 306 atkvæði en Trump 232.