Næsta haust mun koma bók um rjúpnaveiðar eftir Dúa Landmark. Útgáfudagurinn verður 15.október, dagsetning sem er mörgum okkar kær. Bókin verður vegleg og yfirgripsmikil, útgefandi er Bjartur / Veröld.Á meðfylgjandi mynd má sjá okkur Bjarna Þorsteinsson útgáfustjóra hjá Bjarti / Veröld og Dúa landmark undirrita samninga.
Eitt af því sem verður fjallað um í bókinni eru sögur, en órjúfanlegur hluti góðrar veiðferðar eru sögurnar. Sumar veiðiferðir verða eilífar vegna góðrar sögu. Við ætlum því að safna 10 ótrúlegustu veiðisögunum, þær bestu eru oft lygilegar þó að sannar séu.
Í þessum góða hópi leynast þær nokkrar og því leitum við til ykkar. Allar ábendingar og hugmyndir eru vel þegnar í tölvupósti á duilandmark@gmail.com.