fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Pressan

Örlagarík ráðstefna – Hægt að rekja allt að 300.000 kórónuveirusmit til hennar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. desember 2020 06:55

Boston Marriott Long Wharf hotel. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að tveggja daga ráðstefna, sem fór fram á Boston Marriot Long Wharf hótelinu í Boston í febrúar, hafi verið örlagarík. 175 manns sóttu ráðstefnuna en á þessum tíma voru ekki margir sem töluðu um andlitsgrímur, félagsforðun, lokanir samfélaga eða fjölda andláta af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Á ráðstefnunni kynnti lyfjafyrirtækið Biogen nýtt lyf við Alzheimerssjúkdómnum. Þegar spurt var út í óljósan orðróm um slæma veiru í Kína var svarið: „So far, so good“.

The New York Times skýrir frá þessu. Fram kemur að líklega hafi einn ráðstefnugestanna þá þegar verið smitaður af kórónuveirunni en hann hafi smitað flesta ráðstefnugesti áður en þeir héldu heim á leið. Nú hefur smitrakning leitt í ljós að ráðstefnan er stærsti „ofursmit“ atburður faraldursins. Hægt er að rekja á milli 205.000 til 300.000 smit til hennar. Í Flórídaríki einu saman er hægt að rekja 71.540 smit til ráðstefnunnar. Í heildina má rekja 1,6% af öllum staðfestum smitum í Bandaríkjum til hennar.

„Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur haft mjög bein og persónuleg áhrif á Biogen-samfélagið eins og hann hefur gert  víða um heim,“ segir í yfirlýsingu frá Biogen að sögn Boston Globe.

Smitin, sem tengjast ráðstefnunni, eru ekki bara bundin við Bandaríkin heldur bárust þau víða um heim. Til dæmis var fólk frá Ástralíu, Slóvakíu og Svíþjóð á ráðstefnunni og bar smit með sér heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin