fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Segja að Melania sé ekki í neinum vafa – Vill komast heim

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. desember 2020 06:50

Melania er mjög ósátt. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan Donald Trump, Bandaríkjaforseti, berst með kjafti og klóm fyrir að geta setið áfram á forsetastól í Hvíta húsinu næstu fjögur árin er hugur Melania, eiginkonu hans, allt annars staðar að sögn. Hún er sögð vera á fullu að undirbúa flutning úr Hvíta húsinu.

Út á við stendur hún þétt við hlið eiginmannsins en samkvæmt því sem orðrómar í Washington segja þá hefur Melania lengi verið að undirbúa flutning úr Hvíta húsinu til New York og Flórída. CNN skýrir frá þessu. „Hún vill bara flytja heim,“ hefur CNN eftir einum heimildarmanni.

Af þessum sökum er Melania sögð vera á fullu við að ákveða hvaða innanstokksmuni á að setja í geymslu, hvað á að flytja í Trump Tower í New York og hvað á að fara í Mar-a-Lago á Palm Beach en þar eiga hjónin einnig athvarf.

Hún er einnig sögð hafa kannað möguleikana á að koma sér upp skrifstofu í Flórída og skoðað í hvaða skóla sé hægt að senda Barron, 14 ára son þeirra hjóna.

Talsmaður Melania segir að hún sé upptekin við að sinna skyldum sínum sem forsetafrú og að dagar hennar sé þéttskipaðir ýmsum verkefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið