fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Hjörtur kemur Fjölskylduhjálpinni til varnar – „Það er engin leið að skilja hvað þessu fólki gengur til með rógburði sínum og óhróðri“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. desember 2020 20:27

Hjörtur Howser

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörtur Howser tónlistarmaður er ósáttur við þá umræðu sem hefur verið um Fjölskylduhjálp Íslands undanfarið þar sem hún hefur verið vænd um mismunun í garð þeirra sem sækja um aðstoð, á grundvelli búsetu eða þjóðernis. Framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar er Ásgerður Jóna Flosadóttir.

DV greindi frá því í dag að Friðþjófur Helgi Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hefði fengið 25.000 króna styrk sinn til samtakanna endurgreiddan vegna gruns hans um að samtökin gerðust sek um mismunun.

Sjá einnig: Fjölskylduhjálpin sökuð um mismunun – Bæjarfulltrúi fékk styrk sinn til samtakanna endurgreiddan

Hjörtur segir allt tal um mismunun samtakanna vera firru og róg. Hann bendir á að Fjölskylduhjálpin aðstoði mörg þúsund manns árlega en þurfi að þola óhróður og rógburð, auk þess sem hann vandar Friðþjófi ekki kveðjurnar. Pistill hans um málið er eftirfarandi:

„Það er árviss armæða og afar hvimleið, að misvitrir og illa upplýstir minnipokamenn veitist að FHÍ.
Það er engin leið að skilja hvað þessu fólki gengur til með rógburði sínum og óhróðri.
FHÍ aðstoðar fleiri þúsund manns árlega og umsóknir um jólaaðstoð hafa ekki verið fleiri í áratug.
Þegar stórum og stæðilegum erlendum farandverkamönnum, vel búnum í kuldagöllum og kuldaskóm, var vísað aftar í röðina svo eldri borgarar og einstæðar mæður með börnin sín með sér þyrftu ekki að standa í biðröðinni í frosthörkunni og norðan nepjunni, þá var ekki um mismunun vegna þjóðernis að ræða – útlendar einstæðar mæður og útlendir eldri borgarar voru líka teknir framfyrir.
ALLIR SEM VORU Í RÖÐINNI ÞANN DAG FENGU AÐSTOÐ OG ENGINN FÓR MATARLAUS HEIM.
Það er bæjarfulltrúanum í Hafnarfirði til skammar hvernig hann hagar sér og ef hvatvísi hans og fljótfærni er til marks um starfshætti hans og venjur, ættu kjósendur í Hafnarfirði að hugsa sig um tvisvar, áður en þeir fela þessum manni trúnaðarstörf og ábyrgð í bænum. Hann mun aldrei fá mitt atkvæði í kosningum – aldrei nokkurn tíma. Og ef ég skyldi slysast til að kjósa framboðslista og komast svo að því að nafn hans er á þeim lista, mun ég óska eftir því að fá atkvæði mitt endurgreitt.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt