fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Sérsveitin réðst inn í íbúð á Akureyri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. desember 2020 16:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Langt umsátur lögreglu og sérsveitar átti sér stað á Akureyri í dag fyrir utan fjölbýlishús við Ásatún. Þar lét maður illum látum og kastaði ruslatunnu fram af svölum.

Sérsveit ríkislögreglustjóra var send á vettvang og aðgerðum hennar og lögreglunnar á Akureyri lauk með handtöku mannsins um hálfþrjúleytið, eftir um tveggja tíma umsátur þar sem götunni var lokað og hún afgirt.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur birt eftirfarandi tilkynningu um málið:

„Um hádegisbil í dag var lögreglan kölluð að fjölbýlishúsi á Akureyri vegna hávaða frá pari og gruns um heimilisofbeldi. Er lögreglan kom á vettvang var konan komin út úr íbúðinni en maðurinn var enn innandyra og hafði í hótunum við lögreglumenn. Maðurinn var mjög æstur og talinn vera í annarlegu ástandi. Skorað var á hann að gefa sig fram við lögreglu en hann neitaði því staðfastlega. Eftir frekari samskipti við manninn mat lögregla aðstæður þannig að ekki væri unnt að skilja hann eftir einan í þessu ástandi. Tryggja yrði öryggi hans og annarra í húsinu. Eftir árangurslausar samningaviðræður við manninn, fór sérsveit Ríkislögreglustjórans inn í íbúðina og handtók hann kl. 14:24.
Nokkur viðbúnaður var á vettvangi meðan á þessu stóð og stýrðu lögreglumenn m.a. aðgangi að húsinu. Enginn meiddist í þessari aðgerð og fer málið nú í hefðbundinn rannsóknarfarveg.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt