fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Telja sig hugsanlega hafa fundið nýtt ofureldfjall

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. desember 2020 21:00

Frá Yellowstone en þar undir er ofureldfjall.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í heiminum eru til nokkur ofureldfjöll, til dæmis í Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi, Indónesíu og Japan. Yellowstone í Bandaríkjunum er líklega það þekktasta. Nú hafa vísindamenn hugsanlega fundið enn eitt ofureldfjallið.

National Geographic skýrir frá þessu. Það er teymi vísindamanna frá American Geophysical Union sem stendur á bak við uppgötvunina. Teymið rannsakaði eldfjallaeyjur, sem nefnast Islands of the Four Mountains, í Alaska. Niðurstaða þeirra er að þessi frekar litlu eldfjöll séu tengd saman og séu í raun hluti af sameiginlegu ofureldfjalli. Vísindamennirnir leggja áherslu á að þessi uppgötvun þýði ekki að alvarleg hætta steðji að heimsbyggðinni. „Þessi nýja þekking gerir heiminn ekki hættulegri. Við þurfum ekki að gera nýtt hættumat,“ sagði John Power, jarðeðlisfræðingur við U.S. Geological Survey og Alaska Volcano Observatory.

Það var nánast fyrir tilviljun að nýja ofureldfjallið uppgötvaðist. Vísindamenn fóru til Alaska til fornleifarannsókna. Í þeirri rannsókn sáu þeir ýmis merki þess að gosið hefði á svæðinu fyrir margt löngu og að þar hefðu gríðarlega stór eldgos orðið. Það gerði vísindamönnum erfitt fyrir að yfirborð eldfjallsins, sem er 19 km í þvermál, er mörg hundruð metra undir yfirborði Kyrrahafsins.

BBC segir að vísindamenn veiti ofureldfjöllum mikla athygli vegna þess hversu gríðarleg áhrif gos í þeim geta haft. Þau gjósa sem betur aðeins á 100.000 ára fresti að meðaltali. Þegar Yellowstone-eldfjallið í Wyoming gaus fyrir 600.000 árum komu 1.000 rúmkílómetrar af ösku og hrauni upp. Þetta magn nægir til að grafa stórborg undir margra kílómetra þykku lagi. Gosið í Yellowstone er athyglisvert því eldfjallið er ógn við öll Bandaríkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti