fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Pressan

Merk uppgötvun á Hawaii – Getur haft þýðingu fyrir eldfjallaeyjur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. desember 2020 07:50

Fólk fylgist með hraunstraumi á Hawaii. Mynd:maxpixel.net

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn jarðvísindamanna við Hawaii háskóla leiddi í ljós að undir Hawai eru gríðarlegar ferskvatnsbirgðir. Vatnið rennur frá jaðri eldfjallsins Hualalai á Big Island niður í stóra vatnsþró eða vatnsból.

Videnskab.dk skýrir frá þessu.

Ferskvatn á Hawaii er aðallega grunnvatn sem er tekið úr vatnsbólum sem rigning fyllir á. Nýlegar rannsóknir hafa slegið því föstu að miklu meira magn af vatni ætti að vera á Hawaii en það sem er í vatnsbólum, með grunnvatni, miðað við úrkomumagnið á eyjunum. Vísindamenn fundu stóru vatnsþróna með því að nota búnað sem skannar það sem leynist undir yfirborðinu.

Vísindamennirnir segja að ferskvatnsfarvegir neðanjarðar á Hawaii séu um 35 kílómetrar á lengd og innihaldi um 3,5 rúmkílómetra af vatni. Það svarar til 1,4 milljóna ólympíusundlauga.

Þessi uppgötvun getur hafa mikil áhrif fyrir eldfjallaeyjur um allan heim því hugsanlega er hægt að nota sömu aðferð og var notuð á Hawaii til að finna stór vatnsból neðanjarðar og ferskvatnsfarvegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór í fjölskylduferð til Súdans, stal vegabréfi konunnar og skildi hana eftir

Fór í fjölskylduferð til Súdans, stal vegabréfi konunnar og skildi hana eftir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvenjuleg fóbía jafnréttisráðherra veldur usla í Svíþjóð

Óvenjuleg fóbía jafnréttisráðherra veldur usla í Svíþjóð