Það er þó ljós í myrkrinu að ef mannkyninu tekst að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda verður hægt að halda hækkun meðalhitans nær markmiðum Parísarsáttmálans sem kveður á um að stefnt skuli að því að hann hækki ekki um meira en tvær gráður á öldinni. En SÞ benda á að það dugi ekki bara að koma með fögur fyrirheit, aðgerðir verði einnig að fylgja.
Segja samtökin að með því að byggja á „grænni endurreisn“ eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar og öðrum aðgerðum sé hægt að halda hækkun meðalhitans undir 1,5 gráðum á öldinni.
„2020 er á leið til að verða eitt af hlýjustu árum sögunnar og skógareldar, óveður og þurrkar halda áfram að auka á ringulreiðina. En þrátt fyrir þetta sýnir skýrsla UNEP að græn endurreisn eftir heimsfaraldurinn getur dregið mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda og lagt sitt af mörkum til að stöðva loftslagsbreytingarnar,“ sagði Inger Andersen, framkvæmdastjóri UNEP.