fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Pressan

Segir ríku löndin hamstra bóluefni gegn kórónuveirunni og skilja þróunarríkin eftir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. desember 2020 06:51

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríku löndin hafa keypt nóg af bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, til að bólusetja alla íbúa sína þrisvar. Á sama tíma eru þróunarríkin skilin eftir í kapphlaupinu um að binda enda á heimsfaraldurinn. Þetta segir People‘s Vaccine Alliance sem fylgist með ýmsu er varðar bóluefni í heiminum.

People‘s Vaccine Alliance, eða GAVI, var stofnað árið 2000 til að bæta aðgengi íbúa fátækra ríkja að bóluefnum, bæði nýjum og gömlum sem ekki þykja notuð í nægilega miklum mæli. Bandalagið segir að íbúar 67 fátækra ríkja eigi litla von um að fá bólusetningu gegn kórónuveirunni á næsta ári því aðeins 10% íbúa þeirra geta gert sér vonir um að fá bóluefni.

En í þróuðu ríkjum heimsins er staðan allt önnur. Þau hafa keppst við að verða sér úti um bóluefni og hafa nú pantað svo mikið að þessi ríki, sem telja aðeins 14% jarðarbúa, eiga nú rúmlega helming þeirra bóluefna sem eru í boði.

GAVI hvetur lyfjafyrirtækin til að deila tækni sinni og upplýsingum með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO og skorar á ríkisstjórnir hinna þróuðu ríkja að senda bóluefni til þróunarríkjanna til að draga úr þeim efnahagslega mun sem er á milli ríkjanna.

„Það á ekki að neita neinum um aðgang að lífsbjargandi bóluefni vegna þess í hvaða landi þeir búa eða hversu mikla peninga þeir eiga í vasanum,“ sagði Anna Marriott, hjá Oxfam mannúðarsamtökunum sem eru ein af aðildarsamtöku GAVI. CNN skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum