fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Sveinn Andri hneykslaður á Mogganum – „Hvað eru þeir að reykja þarna uppi í Hádegismóum?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. desember 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem var fyrir rétti vegna umferðarlagabrots reyndist örlagavaldur Sigríðar Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og íslenskra yfirvalda í Mannréttindadómsmálinu. Maðurinn áfrýjaði dómi sínum fyrir Landsrétti til Mannréttindadómsins (MDE) á þeim forsendum að hann hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð þar sem dómurinn hefði ekki verið réttilega skipaður. MDE hefur tvisvar kveðið upp úrskurð þar sem fallist er á þetta sjónarmið, en ráðherra hafði áhrif á skipan dómara í réttinn með því að breyta lista hæfnisnefndar.

Maðurinn sem þarna átti í hlut hefur komið nokkuð oft við sögu varðandi umferðarlagabrot og Morgunblaðið gerir það að umfjöllunarefni í frétt í gær. Morgunblaðið nafngreinir manninn í fréttinni sem ber fyrirsögnina „Mann­rétt­indamaður­inn miss­ir prófið ævi­langt í ní­unda sinn“. Segir í fréttinni að dómur hafi fallið yfir honum í síðustu viku þar sem hann er sakfelldur fyrir akstur undir áhrifum ávanalyfja, sem og vopnalagabrot og hylmingu. Er hann sagður hafa ekið pallbíl próflaus á Stokkseyri, ófær um akstur vegna kókaínneyslu.

Sveinn Andri skrifar um þennan fréttaflutning á Facebook:

„Mogginn ákvað að fara á lága planið. Venjulega eru dómar um missi ökuréttinda ekki frétt, hvað þá að viðkomandi séu nafngreindir. Ekki nóg með það, heldur er blaðamanninum svo mikið niðri fyrir að hann verður að sýna vanþóknun sína á manninum sem lagði Sjálfstæðisflokkinn í Landsréttarmálinu að hann ákveður að uppnefna manninn í fyrirsögn. Hvað eru þeir að reykja þarna uppi í Hádegismóum?“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi