fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fókus

Tanja Ýr og Egill leigja út íbúðina í miðbænum

Fókus
Fimmtudaginn 10. desember 2020 08:55

Tanja Ýr og Egill Fannar. Mynd/Instagram/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Tanja ýr Ástþórsdóttir og þúsundþjalasmiðurinn Egill Fannar Halldórsson hafa sett íbúð sína á leigu.

Íbúðin er á besta stað í 101 Reykjavík. Um er að ræða 75 fermetra þriggja herbergja íbúð. Parið er að leita að góðum leigjendum í langtímaleigu.

Tanja Ýr og Egill eru sannkallað ofurpar. Tanja var að setja á fót nýtt fyrirtæki, Glamista Hair, með vinkonu sinni Kolbrúnu Elmu. Hún á og rekur einnig Tanja Yr Cosmetics þar sem hún selur vinsæl gerviaugnhár. Egill er frumkvöðull og er annar eigandi Gorilla vöruhús og Wake Up Reykjavík. Þau eru bæði einnig mjög vinsæl á Instagram.

Allt innifalið

Egill auglýsir íbúðina í Facebook-hópnum Leiga. Tanja og Egill auglýsa hana einnig á Instagram.

Parið ætlar sér að leigja út íbúðina frá janúar og fylgja öll húsgögn og raftæki með henni. Verðið er 235 þúsund krónur á mánuði, hiti, rafmagn og hússjóður innifalinn.

Meðal þess sem er innifalið er ísskápur, þvottavél, uppþvottavél, tvö snjallsjónvörp, heimabíókerfi, leðursófasett, borðstofuborð og stólar, rúm með rafmagnsbotni, kristallljósakrónur, diskar, skálar og raftæki í eldhúsi og eldhúsáhöld. „Allt sem þú þarft eða vilt fá með íbúðinni er í boði að fylgi með,“ segir Egill í auglýsingunni.

Sjáðu myndir af íbúðinni hér að neðan.

Mynd/Facebook Leiga
Mynd/Facebook Leiga
Mynd/Facebook Leiga
Mynd/Facebook Leiga

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgitta Líf og Enok hætt saman

Birgitta Líf og Enok hætt saman
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stærðfræðiþrautin sem gerir fólk alveg vitlaust – Þú mátt bara bæta einu striki við

Stærðfræðiþrautin sem gerir fólk alveg vitlaust – Þú mátt bara bæta einu striki við