Tíu prósent sögðust ósammála eða að mestu ósammála því að þeir vilji láta bólusetja sig. Síðustu tíu prósentin svöruðu annaðhvort ekki eða vissu ekki hvort þau vilja láta bólusetja sig. TV2 skýrir frá þessu.
Jan Pravsgaard Christensen, prófessor hjá ónæmis- og örverufræðideild Kaupmannahafnarháskóla, sagði að niðurstöðurnar gefi tilefni til bjartsýni. „Við reiknum með að 60 til 70% landsmanna þurfi að mynda mótefni til að við náum hjarðónæmi. Ef þessi tala stenst þá erum við á góðri leið með að komast í mark,“ sagði hann.
En þrátt fyrir að 80% segist vilja láta bólusetja sig þá þýðir það ekki að hans mati að þjóðin fari langt yfir hjarðónæmisviðmiðin því vitað sé að bóluefnið virki ekki á suma. „Þegar framleiðendurnir segja að bóluefnið veiti 95% vernd þá verður maður að hafa vissan fyrirvara á því,“ sagði hann.