fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Rúmlega 3.000 létust af völdum COVID-19 á einum sólarhring í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. desember 2020 05:15

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa um langa hríð varað við fjölgun dauðsfalla af völdum COVID-19 í kjölfar þakkargjörðarhátíðarinnar og síðan aftur í kjölfar jóla og áramóta. En margir virðast ekki hafa viljað hlusta á þessar viðvaranir því dánartölur hækka dag frá degi. Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans frá í nótt þá létust rúmlega 3.000 af völdum sjúkdómsins sólarhringinn á undan.

Tölurnar miðast við frá klukkan 00.30 aðfaranótt miðvikudags til sama tíma í nótt, miðað við íslenskan tíma. Á þessum 24 klukkustundum létust 3.071 og þar með fór heildarfjöldi látinna af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum í 289.188.

The Guardian segir að minnst 15.000 hafi látist af völdum COVID-19 síðustu vikuna og að rúmlega 2.000 hafi látist daglega síðustu tvær vikur.

Heildarfjöldi greindra smita í Bandaríkjunum er nú kominn yfir 15 milljónir síðan faraldurinn braust út.

Í gær lágu 106.000 COVID-19-sjúklingar á sjúkrahúsum landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin