fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Björn segir líkamsræktarstöðvar beittar ólögmætri mismunun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 12:39

Björn Leifsson. Fréttablaðið/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkamsræktastöðvakeðjan World Class hefur birt erindi á Facebook-síðu sinni þar sem þeirri ákvörðun yfirvalda að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum, hið minnsta fram til 12. janúar, er andmælt.

Í bréfi Björns Leifssonar, eiganda stöðvanna, til yfirvalda sem birt er með tilkynningunni er því haldið fram að ólögmæt mismunun felist í því að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum á sama tíma og opnun sundstaða er heimiluð, sem og íþróttaiðkun úti undir beru lofti. Björn birtir lögfræðimat þessa efnis og segir í bréfi sínu til yfirvalda:

„Ákvörðun um að halda heilsuræktarstöðvum lokuðum þegar opnað er fyrir sambærilega starfsemi sé ekki lögmæt. Frá því megi ekki víkja nema með rökstuðningi sem byggist á málefnalegum grundvelli.

Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru af því að heilsuræktarstöðvar landsins fái að hefja starfsemi að nýu fer ég þess á leit að slík ákvörðun verði tekin með takmörkunum einum sem styðjast við málefnaleg rök.“

Björn birtir ennfremur lögfræðiálit frá lögmannastofunni Mörkinni þar sem staðhæft er að mismunum innan þriggja sviða, íþróttastarfs, sund- og baðstaða og líkamsræktarstöðva sé óheimil nema mismununin byggist á veigamiklum málefnalegum sjónarmiðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Möguleiki á eldingaveðri í kvöld og til morguns

Möguleiki á eldingaveðri í kvöld og til morguns
Fréttir
Í gær

Segja að Leigufélag aldraðra hafi orðið „fórnarlamb óráðvandra athafnamanna sem fyrst og fremst var umhugað um að þyngja eigin pyngju“

Segja að Leigufélag aldraðra hafi orðið „fórnarlamb óráðvandra athafnamanna sem fyrst og fremst var umhugað um að þyngja eigin pyngju“
Fréttir
Í gær

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300
Fréttir
Í gær

Jóhannes stjörnunuddari gjaldþrota

Jóhannes stjörnunuddari gjaldþrota
Fréttir
Í gær

Hilmar Þór segir Trump þann eina sem geti bundið enda á stríðið í Úkraínu – Þetta er ástæðan

Hilmar Þór segir Trump þann eina sem geti bundið enda á stríðið í Úkraínu – Þetta er ástæðan