fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Kristín segir ekki rétt að hlusta á þá sem væla undan sykurskatti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Reglubundið ramakvein hefur verið rekið upp vegna hugmynda yfirvalda um að skattleggja sykraðar matvörur umfram hollari matvörur. Hæst heyrist í sælgætis- og gosdrykkjafamleiðendum og er það afar skiljanlegt. Hugmyndin er sú að vörur þeirra verði dýrari án þess að meira renni í þeirra vasa. Það er eðlilegt að mótmæla slíkum áformum sem hagsmunaaðili. Það er ekki endilega rétt að hlusta of mikið á þær raddir,“ segir í grein Kristínar Heimisdóttur, stjórnarformanns Lýðheilsusjóðs og lektors við tannlæknadeild HÍ, í Morgunblaðinu í dag.

Kristín segist almennt vera á móti skattahækkunum en áhrif sykurneyslu á heilsufar landsmanna veldur því að hún telur annað gilda um áform um sykurskatt. Íslendingar séu að fitna og sykursýki að aukast. Þá séu bein tengsl milli aukinnar gosdrykkjaneyslu og og aukinnar dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma:

„Rannsóknir á fleiri hundruð þúsund manns með eftirfylgni í 16-34 ár hafa sýnt bein tengsl aukinnar gosdrykkjaneyslu við aukna dánartíðni og þá sérstaklega vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Hár líkamsþyngdarstuðull hjá fullorðnum á Íslandi hefur hækkað frá því að vera fjórði algengasti áhættuþáttur fyrir aukna dánartíðni og hreyfiskerðingu yfir í að vera annar algengasti áhættuþátturinn, á eftir reykingum. Hlutfallslegur fjöldi þeirra sem eru í ofþyngd og offitu á Íslandi er með því hæsta í Evrópu. Þekkt er að mikil neysla sykraðra drykkja eykur líkur á hækkaðri líkamsþyngd. Hækkaður líkamsþyngdarstuðull er sterkur áhættuþáttur sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki af tegund tvö og krabbameina.“

Kristín segir að aukin tíðni ofangreindra sjúkdóma valdi auknu álagi á heilsbrigðiskerfið með tilheyrandi kostnaðarauka. Hún bendir á að Íslendingar hafi náð árangri gegn tóbaksreykingum með samstilltu fræðsluátaki og skatthækkun á tóbak. Líkir hún þessu tvennu saman þar sem sykur sé orðinn mjög hár orsakavaldur hvað varðar tíðni banvænna sjúkdóma. Hún bendir á að stýring með verðlagningu hafi áhrif. Hún vísar á bug algengri gagnrýni á sykurskatt:

„Tal um frekju og frelsisskerðingu á ekki við, enda er ekki verið að banna neinum neitt. Hærra verð ætti þó að skila auknum tekjum í ríkissjóð sem ætti með réttu að skila sér til heilbrigðiskerfisins. Ekki veitir af. Lágkúrulegast finnst mér þó þegar því er haldið fram að það sé verið að meina tekjulægstu hópunum eilítinn munað með því að hækka gosdrykki úr lægra skattþrepi í það hærra. Með sömu rökum ættum við að gauka sígarettupökkum að þessum hópum og telja okkur trú um að slíkt sé gert af góðmennsku. Best færi á því að allir þjóðfélagshópar, óháð tekjustöðu, slepptu bæði tóbakinu og gosdrykkjunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Möguleiki á eldingaveðri í kvöld og til morguns

Möguleiki á eldingaveðri í kvöld og til morguns
Fréttir
Í gær

Segja að Leigufélag aldraðra hafi orðið „fórnarlamb óráðvandra athafnamanna sem fyrst og fremst var umhugað um að þyngja eigin pyngju“

Segja að Leigufélag aldraðra hafi orðið „fórnarlamb óráðvandra athafnamanna sem fyrst og fremst var umhugað um að þyngja eigin pyngju“
Fréttir
Í gær

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300
Fréttir
Í gær

Jóhannes stjörnunuddari gjaldþrota

Jóhannes stjörnunuddari gjaldþrota
Fréttir
Í gær

Hilmar Þór segir Trump þann eina sem geti bundið enda á stríðið í Úkraínu – Þetta er ástæðan

Hilmar Þór segir Trump þann eina sem geti bundið enda á stríðið í Úkraínu – Þetta er ástæðan