fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Eyjan

Sveitarfélögin ræða við Seðlabankann um kaup bankans á skuldabréfum sveitarfélaga

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seðlabanki Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg hafa átt í óformlegum viðræðum um hugsanlega aðkomu Seðlabankans að úrlausn fjárhagsvanda sveitarfélaga.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, að viðræðurnar hafi verið mjög góðar fram að þessu. „Við höfum verið að benda á að ríkisstjórnir og seðlabankar hafa verið að styðja við sveitarfélög og borgir víðs vegar um heim. Hvort heldur að horft er til Bandaríkjanna eða Svíþjóðar, þar sem seðlabankar hafa verið að kaupa skuldabréf sveitarfélaga,“ er haft eftir Degi.

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tók í svipaðan streng og sagði að Seðlabankinn eða ríkissjóður eigi að stíga inn og sjá til þess að sveitarfélögin fái sambærileg lánskjör og ríkið.

Samkvæmt fjárhagsáætlunum stærstu sveitarfélaganna fyrir næsta ár eru horfur á að veltufé frá rekstri muni dragast mjög saman en það hefur áhrif á fjárfestingargetu þeirra. „Miðað við fjármálaáætlun hins opinbera og nýjustu áætlanir sveitarfélaga er mikil lánsfjárþörf fram undan. Þessi þörf hefur legið lengi í loftinu og hefur stuðlað að hækkun langtímavaxta allt frá því í vor. Hærri vextir gætu leitt til þess að einhver sveitarfélög og fyrirtæki falli frá fjárfestingum. Sveitarfélög eins og aðrir verða auðvitað að gæta að skuldsetningu. Það væri vond niðurstaða fyrir hagkerfið ef opinberir aðilar skuldsettu sig um of. Það væri ávísun á hærri vexti og hærri skatta. Hvorugt held ég að sé heppilegt,“ hefur Markaðurinn eftir Stefáni Brodda Guðjónssyni, sérfræðingi í skuldabréfum hjá Arion banka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist