fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Náðu loks sátt um hvernig á að mæla hæð Everest

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 18:31

Everestfjall.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hafa Kínverjar og Nepalar deilt um hvernig haga skyldi mælingum á hæð Everestfjalls sem er óumdeilanlega hæsta fjall heims. Deilan snerist um hvort taka ætti snjó á toppi fjallsins með í útreikninginn. Nú hafa löndin tvö náð samkomulagi um nýja opinbera hæð fjallsins og er það 8.849 metrar samkvæmt samkomulagi þeirra.

Til að fyllstu nákvæmni sé gætt þá er það raunar 8.848,86 metrar að því er segir í sameiginlegri yfirlýsingu landanna. Bæði löndin sendu mælingamenn upp hlíðar fjallsins til að mæla hæðina.

Mælt frá toppi snjóalaga á toppi fjallsins er fjallið 8.849 metra yfir sjávarmáli en það er þessi hæð sem Nepalmenn hafa alltaf haldið fast í sem opinbera og rétta hæð fjallsins. Kínverjar notuðust hins vegar við mælingu á fjallinu sjálfu, án snjóalaga, og var það 4 metrum lægra samkvæmt þeirra mælingum.  Það má því kannski segja að Nepal hafi borið sigur úr býtum í þessari deilu. Yfirvöld í löndunum segja að þessi sameiginlega niðurstaða þeirra sé „ævarandi merki um vinskap Nepal og Kína“.

Auk deilu um hvort taka ætti snjóinn með í mælinguna þá hafa verið uppi umræður um hvort fjallið hafi lækkað aðeins eftir stóran jarðskjálfta í Nepal 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin