Börnum er alveg sama þó foreldrar sýnir séu frægir, þeir eru alveg jafn hallærislegir í þeirra augum. Jóhannes Haukur Jóhannesson er einn farsælasti leikari Íslands en tólf ára dóttur hans er alveg sama.
Jóhannes Haukur segir frá bráðfyndnu samtali á milli sín og dóttur sinnar á Twitter.
„Jæja, napalm bruni ársins kominn í hús í boði 12 ára stelpunnar,“ segir hann.
Jóhannes spurði hana hvort hann væri ekki „alveg smá töff“ eða hvort hann væri bara hallærislegur.
Hún svaraði þá: „Þú ert cringe, þú ert try hard og þú ert over rated leikari.“
Jæja, napalm bruni ársins kominn í hús í boði 12 ára stelpunnar.
Ég: Er ég ekki alveg smá töff eða er ég bara hallærislegur?
Hún: þú ert cringe, þú ert try hard og þú ert over rated leikari.
— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) December 5, 2020
Áts, þetta hlýtur að hafa verið sárt.
Tístið hefur slegið í gegn hjá netverjum og hafa rétt tæplega 700 manns líkað við það.
Sko, þú ert búinn að ala upp sterka og sjálfstæða stúlku sem enginn mun vaða yfir. Sá sigur kælir brunann að langmestu leyti. Svo fær hún bara slappa jólagjöf og allir sáttir.
— Pétur Jónsson (@senordonpedro) December 5, 2020
Það var alveg nóg að segja Cringe, en hún snýr hnífnum í sárinu, stráir salti í það og kveikir svo í þér þarna í blálokin. Dóttir þín gæti mögulega verið íslandsmeistari í bruna
— Valur Grettisson (@valurgr) December 5, 2020
Ég myndi gíra upp pabbagrínið og spjalla óþarflega lengi við allar vinkonur og sérstaklega vini. Þá lærir hún kannski að lengi getur vont versnað. pic.twitter.com/bhiGtKjbDx
— Atli Kristinsson (@atlikris) December 5, 2020
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) December 5, 2020