fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Tilkynningar um að píramídasvindl sé stundað hér á landi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. desember 2020 07:55

Merki Crowd1. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum árum hafa Neytendastofu borist tilkynningar um að fyrirtæki stundi píramídasvindl hér á landi. Engin af þessum ábendingum hefur leitt til ákvörðunar eða sektar hjá stofnuninni. Nýlega kom fram að fyrirtæki og einstaklingar hér á landi væru að auglýsa aðganga að Crowd1 sem breska ríkissjónvarpið BBC hefur lýst sem píramídasvindli.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Þórunni Önnu Árnadóttur, forstjóra Neytendastofu, að stofnuninni hafi borist ábendingar um að fyrirtæki hér á landi stundi píramídasvindl en það hafi ekki leitt til ákvörðunar hjá stofnuninni. „Ef um er að ræða fyrirtæki sem er staðsett annars staðar í Evrópu þá höfum við skoðað þau mál í samstarfi við yfirvöld í viðkomandi landi,“ sagði hún einnig.

Eins og fyrr segir hefur BBC lýst Crowd1 sem píramídasvindli sem einkum beinist að Afríkubúum. Hafa nokkur Afríkuríki bannað starfsemina eða varað við henni.

Blaðið segir að eitt þekktasta píramídasvindl málið á heimsvísu sé Herbalife sem samdi við bandarísku alríkisstjórnina fyrir fjórum árum um að breyta viðskiptamódeli sínu. Síðan þá hefur fyrirtækið tvívegis þurft að greiða háar fjárhæðir, meðal annars vegna mútumáls í Kína.

Fleiri álíka mál hafa teygt sig hingað til lands, til dæmis OneCoin og Young Living. Píramídasvindl er ólöglegt í Evrópu en það er skilgreiningaratriði hvað fellur undir ramma laganna. Hér á landi er það Neytendastofa sem hefur eftirlit með að lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu sé fylgt og Evrópureglugerð um viðskiptahætti sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt